27.6.2008 | 16:35
Sú fyrsta. Frosti
Jæja best að prufa eitthvað nýtt.
Fyrsta færslan mín hérna verður smá minningargrein um hundinn minn Frosta.
Frosti kom til okkar í september árið 2005, var þar um að ræða labrator hund 1/4 íslenskur. Hafði hann þessa aukanögl sem íslensku hundarnir eru með. Frosti var mikill öðlingur elskaði að synda og skipti þá engu hvort það voru ár, vötn eða sjór. Hann bara synti og synti. Ég tók hann mjög oft með mér í vinnuna enn ég vinn ´hjá Hagvögnum og hafði hann þar ansi stóra lóð til þess að leika sér í, og grafa mat niður.
Í vinnunni þá var hann vinur allra og það má segja að það hafi verið óskrifuð regla að allir bílstjórar hafi klappað Frosta annaðhvort áður enn þeir fóru að keyra, eða áður enn þeir fóru heim eftir keyrslu.
Stærsta og merkasta stundin í lífi Frosta var án efa þegar hann var hringberinn í brúðkaupinu okkar Helenu Maríu. Hafði ég farið með hann í þjálfun hjá Atla í K9 í keflavík, og gekk það ansi vel. Bjarki mágur minn sem er giftur systur minni, labbaði með hundinn inn ganginn í Safnarheimilinu í Sandgerði og svo labbaði Frosti upp altarið og að okkur. Hann var með körfu í munninum og í körfunni þá voru hringarnir. Stóð hann sig eins og hetja.
Viku seinna þá lenti hann undir bíl, eða réttara sagt strætó á svæði Hagvagna. Fórum við fyrst með hann á dýraspítala í keflavík og var hann þar saumaður á löbbinni og á búknum. Skömmu síðar þá fylltist hann allur af blóðvökva og þurfti að tappa af honum hátt í hálfum lítra. Nokkru eftir það þá var farið með hann til reykjavíkur og þar fengum við heldur betur að heyra það. kom þá í ljós að meðferðin sem Frosti fékk í Keflavík var kolröng og var hann t.d aldrei rakaður þar, og hafður á of vægum verkjalyfjum. Hafði þá komist drep í bakið á honum og var svæðið mjög stórt. Fór hann í aðgerð þar sem kostaði 70.000 krónur, og tókst að færa til það mikla húð að það lokaði sárinu.
Enn það dugði ekki til. því saumarnir rifnuðu sem og húðin sjálf. var Frosti orðinn mjög þjáður og urðum við að svæfa hann 22 júní síðastliðinn.
Þykir mér það ákafklega sárt sem og konunni minni. Frosti var sem einn af okkur og hans er sárt saknað. Minning um hann mun lifa að eilífu, því hann var einstakur og vinur allra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.