Reglubundið

mikið svakalega hljóta bæði hjúrkunarfræðingar, sjúkraliðar og ljósmæður að vera á hrikalega lélegum launum. Þetta að hóta og fara svo í verkfall er nokkurn árviss viðburður eða svo. Væri samt gaman að sjá einhvverjar tölur um laun hjá þessu fólki.
Þetta er eins og með leikskólakennara sem fara reglubundið í verkföll. Sumir þeirra aka um á bílum sem bera þess ekki merki að þau séu á lágum launum.
Enn bíll er svo sem ekki merkitákn. það getur hver sem er keypt bíl á láni.
mbl.is Hætti vegna lágra launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda (nánast) bara einn atvinnurekandi fyrir þessar stéttir - ríkið - og þá er auðvelt að halda laununum niðri."Ef þetta er það sem þú vilt starfa við, verðuru bara að sætta þig við launin sem við bjóðum, og koma úr vasa samborgarana" Ekki beint auðvelt við að etja!

Ef ljósmæður gætu valið nokkra vinnustaði, til að starfa á sem ljósmæður (hjúkkur, leikskólakennarar, kennarar..) væri samkeppni um vinnuaflið sem væri til þess fallið að þrýsta laununum upp

Ásta (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:10

2 identicon

 Gísli, ekki gleyma kennurum sem væla á hverju ári. Það vælir enginn eins mikið og þeir. Nú er bara komið að ljósmæðrum.

Björk (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:23

3 identicon

Hvers lags skítakomment er þetta Björk? Þú sýnir bara hversu fáfróð þú ert með svona löguðu.

Adam (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:53

4 identicon

Nú er ágætt að líta á staðreyndir frekar en að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Það er svo langt síðan leikskólakennarar fóru í verkfall að ég man ekki einu sinni hvenær það var. A.m.k. ekki meðan mínir synir voru í leikskóla '93 - 03 og ég man ekki til verkfalls í leikskólum eftir 03 svo það eru líklega að verða tveir áratugir frá síðasta verkfalli þeirra. Grunnskólakennarar fóru í langt verkfall 2004 og þar áður í tvo daga 97. Kannski ertu að rugla þessum tveimur stéttum saman? Eitt verkfall á tíu árum (mér finnst varla hægt að telja þessa tvo daga 97 með) eru nú samt varla regluleg verkföll.

Daníel (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Sunna Rut Þórisdóttir

Þú hefur greinilege ekki fylgst mjög vel með ef að þú hefur ekki séð neinar tölur. Hjúkrunarfræðingar (ekki segja hjúkkur!!!) gáfu fyrir stuttu upphæð til á allra vörum sem að samsvaraði mánaðar laun hjúkrunarfræðings eftir 20 ár í starfi, ef ég man rétt var það um 280þúsund. Svo þarftu ekkert að sjá tölur.

Og hvaða bull er þetta um reglubundinn verkföll. Þetta er ekki verkfall sem að ljósmæður standa í, enda meiga þær ekki fara í verkfall. Þetta eru bara konur sem að eru búnar að fá nóg og láta ekki bjóða sér þetta lengur. Og segja þar með upp störfum eins og við myndum öll gera. Þetta er 6 ára háskólanám svonna til að það gleymist ekki!!!

Og Björk þú ert heppin að ég veit ekki hver þú ert.

Sunna Rut Þórisdóttir, 9.7.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband