16.7.2008 | 20:30
Styð Ásmund
Ásmundur jóhannesson sem gerir út bátinn , var lengi vel útgarðarmaður Þórshamar GK frá Grindavík. Þegar honum var úthlutað kvóta á sínum tíma þá byggðist það á veiðireynslu áranna 3ja þar á undan. á þeim tíma þá var loðnuveiði bönnuð eitt árið og voru þá bátrnir settir margir hverjir á troll, og var Þórshamar GK einn þeirra. Fe´kk han þá þorskkvóta úthluaðð í samræmi við það.
Það sem hann segir um að kvótinn hafi verið tekin afhonum , er í sjálfur sér alveg rétt. Og þetta er ákaflega sorgleg staðreynd að maður sem hefur stundað sjóinn allt sitt, líf og það verður að athuga það að hátt í 15 fjölskyldur lifðu á honum þegar hann var með Þórhsmar GK, að þessi maður skuli ekki geta veitt í dag, þótt að hann myndi róa alla daga ársins þá gæri hann aldrei á þessum litla báti veitt afla sem kæmist í lestina á Þórshamri GK, því hún tók um 800 tonn.
Annars bendi ég á grein semég skrifaði um daginn, og við hana eru kominn nokkuð komment sem eru nokkuð góð sem tengjast þessu máli
http://www.aflafrettir.com/blog/record/269462/
![]() |
Bátur á ólöglegum veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
farðu þá með honum í staðin fyrir að röfla á blogginu
Kalli (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 20:57
ja ég er nú reyndar í annari vinnu og læt það nægja mér. Bloggið virkar fínt. einhverstaðar verða menn að röfla
Gísli Reynisson, 16.7.2008 kl. 21:13
Maður að mínu skapi!!!!
lelli (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:14
Seldi hann kvótann kanski fyrir tugi miljóna og vantar nokkrar millur í vidbót.
Inga (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:37
Sé svo sem engan mun á að brjóta lög þarna og annarsstaðar. Ef við viljum vera góðar fyrirmyndir, brjótum við ekki lög. Spurning hvað hann er góð fyrirmynd.
Anna Guðný , 16.7.2008 kl. 21:37
kvótinn hans var á sínum tíma skipt úr fyrir rækju, og þannig var þorkskvótinn tekinn af honum. það verður að athuga að hann var með hátt í 20 manns í vinnu hjá sér á sínum tíma.
Gísli Reynisson, 16.7.2008 kl. 21:58
Það þarf einhvern til að stöðva þessi mannréttindabrot.
Ásmundur er hetja.
Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.