Urriðarfoss

Fyrir nokkrum dögum síðan þá kíkti ég ásamt 30 manna hópi að Urriðarfossinm sem er í Þjórsá. Þessi foss lætur lítið fyrir sér fara. Hann er ekki nema sirka 200 metrum neðan við nýju þjórsárbrúnna og er það að auki vatnsmesti foss íslands. Enn þrátt fyrir nálægðina við þjóðveginn þá er mjög sjladgjæft að ferðalangar taki sér smá krók til þess að skoða fossinn. Hann er ekki hár enn mjög fallegur.
Núna er þessi sérstaki foss í stórhættu vegna hugsanlegra virkjanaframkvæmda við neðri hluta þjórsár. Er ráðgert að stífal verði rétt ofan við gömlu þjórsárbrúnna og göng munu leiða vatnið í virkjun sem verður neðan við Urriðarfoss.
hvað þýðir það, jú fossin hverfur.
Venga þess hversu mörgum finnst gaman að keyra um á 100 km hraða eftir þjóðvegi 1 og spá ekkert í því hvað er í kringumm þjóðveginn þá má telja líklegt að flestum sé skítsama um að fossinn hverfi, Er það ansi sorglegt, því ekki heyrist mikið í fólki að það munu sakna fossins. Enn vert er að hafa í huga að þótt að Þjórsá sé lengsta á landsins þá eru ekki margir fossar í henni, og ef Urriðarfoss hverfur þá verður ansi langt að fara til að sjá næsta foss sem í þjórsá er.

www.aflafrettir.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband