27.1.2009 | 11:31
kemur ekki á óvart
Vestmannaeyjar stærsta höfninn í gámaútflutningi. og þar er langstærstur útgerðaraðili Vestmannaeyjar VE og Bergey VE. Þessi tvö skip komu á árinu 2007, og í fyrra þá fiskuðu þessi tvö skip samanlagt hátt í 8000 tonn, gróflega´má áætla að yfir 7000 tonn af þessum afla hafi farið á gáma erlendis.
afhverju er þetta svona?'. ja ætli það sé ekki það að útgerðarmaðurinn græðir meira á því að senda fiskinn út heldur enn að landa honum á markað hérna heima.
Reyndar er hægt að bjóða í fisk sem er áætlaður í sölu í gáma. Það er reyndar mjög lítið um að fiskur sem fyrirfram er búið að ákveða að fari í gáma endi á markað. Þó eru til dæmi um það.
Þó er nú reyndar eitt gott við þetta þótt að störfin flytjist út, enn það er að eins og staðan er núna í sjávarútvegi þá skilar þessi gámaútflutningir ásamt því að flytja út fersk flök með flugi, öruggar gjaldeyristekjur. því nú er mikil birgðasöfnun af bæði afð frystum og söltuðum fiski að safnast upp hér á landi sem og erlendis.
Hátt í þúsund störf flutt úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.